top of page

HEIMSMARKMIÐIN

Hægt er að tengja matarsóun við þrjú heimsmarkmið og eru þau


  • Heimsmarkmið númer 2- ekkert hungur.

  • Heimsmarkmið númer 12- ábyrg neysla og framleiðsla.

  • Heimsmarkmið númer 13- aðgerðir í loftlagsmálum. 


Í heimsmarkmiði númer 2 segir frá því hvernig er ætlast er til að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Með matarsóun erum við ekki að útrýma hungri þar sem við erum að sóa mat sem fólk í mikilli neyð gæti verulega þurft á að halda og er því mikilvægt fyrir okkur að hugsa um innkaupin, elda aðeins akkúrat það sem þarf og nýta afganga. Öllum þeim mat sem er sóað gæti verið nóg til að brauðfæða milljónir manna og því minnkað hungursneyð.


Í heimsmarkmiði númer 12 segir frá því hvernig eigi að tryggja sjálfbæra neyslu- og framleiðslumynstur. Með minnkandi matarsóun minnkar einnig ofsa framleiðsla á matvælum og stuðlar það að minni breytingum í loftslaginu. 


Í heimsmarkmiði númer 13 segir frá bráðaaðgerðum gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Með minnkandi matarsóun minnkar einnig losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og þar að leiðandi hefur það áhrif á minnkandi loftslagsbreytingar. 

Heimsmarkmið: Intro
bottom of page