HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL ÞESS AÐ KOMA Í VEG FYRIR MATARSÓUN Á HEIMILUM?
Það er mjög algengt að fólk hugsi bara að það gerist ekkert ef það hendir þessu eina brauði, en ef allir um allan heim hugsa svoleiðis þá erum við búin að sá mjög miklu. Þetta er ekki rétta hugafarið, reynum frekar að minnka matarsóun okkar og hugsa að allur matur sem við hendum skiptir máli. Maður kannast líka við að hugsa að það sé ekkert hægt að gera en jú það er fullt hægt að gera, miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Hér er tekið saman nokkur atriði sem öll heimili ættu að geta nýtt sér til þess að koma veg fyrir og minnka matarsóunina á heimilinu.
Skipuleggðu matar innkaupin vel
Spurt var um þetta í könnunninni og voru niðurstöðurnar þær að það eru alls ekki margir sem gera þetta enn með því að skipuleggja innkaup fyrirfram kemuru í veg fyrir að kaupa óþarfa hluti og þá veistu hvað þú átt til heima og einnig spararu pening.
Nýttu matvælin áður en þau renna út
Ef matvæli fara að renna út er margt hægt að gera til þess að nýta þau í stað þess að henda þeim, til dæmis er hægt að gera bananabrauð úr gömlum bönunum og margt fleira.
Endurnýttu afgangana
Ef eldað var of mikið af matnum er miklu betra að geyma afgangana í stað þess að henda þeim. Það er mjög sniðugt að skella þeim inn í ískápinn og geyma til þess að borða síðar, hægt er til dæmis að borða þá kvöldið eftir eða taka þá með í skóla og vinnu fyrir nesti. Þetta sparar bæði pening og tíma.
Kunna muninn á dagsetningum
Athugaðu dagsetningarnar, við þurfum að vita muninn á síðasti notkunar degi og best fyrir dagsetningunum, ef síðasti notkunar dagur er liðinn á að henda matvörunni en ef best fyrir dagsetningin er liðin þarf ekki endilega að henda henni.
Notaðu bragð og lyktarskyn
Reynum að nota nefið. Ef varan bragðast og lyktar vel er allt í lagi með vöruna. Það er ekki hægt að treysta alltaf á best fyrir dagsetninguna. Ef varan lyktar og bragðast vel er óþarfi að henda henni og er alveg óhætt að neyta vörunnar.
Stilltu ískápinn rétt
Þetta er mikilvægur liður vegna þess að ef hitastigið á ískápnum er of hátt getur geymslutími matvælanna orðið styttri.
Geymdu matvælin rétt
Geymdu matinn á réttann hátt, það sem á að vera í ískápnum er í ískápnum og svo framvegis. Ef matvæli eru ekki geymd rétt getur endinga tíminn á þeim styðst töluvert.
Eldaðu í réttu magni
Það er mjög algengt á heimilum að eldað er of mikið af mat og restinni hent, reynum að elda rétt magn miðað við hversu margir eru að borða og svo framvegis.
Notaðu frystinn
Ef matvæli eru orðin gömul eða fara að veða það er alltaf hægt að setja vörurnar í frystinn og nýta þær seinna. Til dæmis er hægt að frysta gamla banana og nota seinna og einnig er hægt að frysta brauð þar sem það skemmist ekki í frystinum.
Nýttu lífrænt rusl
Ef þitt bæjarfélag bíður upp á lífrænt rusl skalltu endilega nýta það og setja lífrænan úrgang í lífræna ruslið.