top of page
Image by Joshua Hoehne

MATARSÓUN Á HEIMILUM

Matarsóun er það kallað þegar mat er sóað sem hefði verið hægt að neita, því telst t.d bananahýði og myglað brauð ekki með sem matarsóun. Matarsóunin í dag er orðin gríðarlega mikil í heiminum en á heimsvísu er einn þriðji af matnum sem er framleiddur sóað. Matarsóunin er mest inni á heimilum eða um 60% af heildarsóununni samkvæmt UNEP, og á þetta sérstaklega við um rík lönd eins og Ísland. 

Forrannsókn Landverndar á matarsóun á heimilum í Reykjavík.
Landvernd setti fram forrannsókn á matarsóun á heimilum í Reykjavík og voru 17 heimili sem tóku þátt í þeirri rannsókn og svöruðu heimilin tveimur spurningalistum varðandi matarsóun á heimilinu. Rannsóknin fór þannig fram að þau skráðu niður allan þann mat og drykk sem var sóað á einni viku. Þessi rannsókn sýndi fram á að minnsta kosti 5800 tonnum af mat og drykk er hent af reykvískum heimilum á ári. Allur þessi matur og drykkur er að virði um það bil 4,5 milljónir króna og hendir hver einstaklingur um 48 kílóum af mat á ári samkvæmt þessari rannsókn Landverndar. Þetta er mikil sóun og var komist að því að ef dregið væri úr matarsóun um bara 20% þá væri 1150 tonnum minna hent af mat og væri það gríðarlega mikill peningasparnaður fyrir Reykjavíkur íbúa eða tæplega 18,5 milljóna króna sparnaður yrði vegna gjalda fyrir meðhöndlun á úrganginum. 

 
Það er enn alltof mikil matarsóun sem fer fram á heimilum.
Þetta er alltof mikil sóun, þó að við séum lítið land er samt ekki hægt að hugsa þannig að við höfum engin áhrif á heiminn, margt smátt gerir eitt stórt og ef við höldum þessu áfram mun það hafa miklar afleiðingar. Við þurfum að vinna öll saman og setja okkur markmið á heimilum. Það er mjög mikið sem hægt er að gera til þess að koma í veg fyrir matarsóun á sínu heimili. Það mun hafa mjög góð áhrif á umhverfið okkar ef allir vinna saman í þessu og einnig spörum við gríðarlega mikinn pening. Reynum að stoppa matarsóunina áður enn það verður of seint. 

Matarsóun á heimilum: About Me
bottom of page