top of page

KÖNNUN

Ég setti saman könnun til þess að komast betur að því hversu mikið fólk spáir raunverulega í matarsóuninni á sínu heimili og hversu mikil matarsóunin er og fleira. Könnunin hefur 7 spurningar og fékk ég samtals 70 svör. Ég spurði fyrst um kyn og aldur og um 87 % þeirra sem svoruðu voru konur og 13 % karlar. Meira en helmingur þeirra sem svöruðu eða um 57 % voru á aldrinum 15-19 ára. Svo var restin frá aldrinum 20-50+.


Fer mikið af mat á þínu heimili til spillis?

Fyrsta almenna spurningin um matarsóun var “fer mikið af mat á þínu heimili til spillis” og rúmlega 47% svöruðu “frekar lítið”, 13% svöruðu mjög lítið og 38% “frekar mikið”. Þessi svör saegja því að það er ennþá mjög mikil matarsóun sem

fer fram á heimilum, þó að það var rúmlega helmingur sem svöruðu frekar lítið þá svöruðu þó 38% að það færi frekar mikið af mat til spillis á heimilinu.

Eru afgangar af kvöldmat geymdir á þínu heimili og borðaðir seinna?

Næsta spurning var “eru afgangar af kvöldmat geymdir á þínu heimili og borðaðir seinna” og voru um 47% sem svöruðu mjög oft sem er mjög ánægjulegt að heyra. 

Hverskonar matvörur fara oftast til spillis? 

Næst var spurt um hverskonar matvörur færu oftast til spillis á heimilinu og voru niðurstöðurnar úr þessari spurningu mjög áhugaverðar og áhugavert var að sjá hversu mismunandi það er eftir heimilum en það voru flestir sem svöruðu að brauð færi mest til spillis og þar á eftir voru flestir sem svöruðu ávextir og grænmeti, þetta vonandi gerði marga meðvitaðari um hvað það er sem fer mest til spillis á heimilinu og hægt er þá að hætta eða minnka kaupin á þessum hlut ef hann fer oftast til spillis.

Skipuleggur þú alltaf innkaupin?

Því næst var spurt hvort fólk skipuleggi alltaf innkaupin áður en þau fara í búðina til þess að koma í veg fyrir að matnum verði sóað og var meira en helmingurinn sem svaraði frekar sjaldan sem sýnir að það geta mjög margir bætt sig og er hægt að gera mikið til þess að koma í veg fyrir matarsóun. 

Finnst þér þú þurfa minnka matarsóun þína á heimilinu?

Að lokum var spurt “finnst þér þú þurfa minnka matarsóun þína á heimilinu” og þar svöruðu um 59% játandi. Það segir hreinlega bara að það er ennþá mjög mjög mikil matarsóun sem far fram á heimilum og fólki langar að laga það og áttar það sig vonandi á því eftir þessa könnun.

Könnun: My Work
bottom of page