MATARSÓUN
Matarsóun er skaðlegt fyrir umhverfið, það er léleg nýting á auðlindum og fjármunum sem hefur neikvæð áhrif á umhverfið. Þriðjungur af þeim mat sem er framleiddur er sóað samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna eða 1.3 milljarður tonna af mat á hverju ári í öllum heiminum. Fólk heldur að matarsóun skipti ekki máli vegna þess að matur er lífrænn og brotnar auðveldlega niður en það er ekki rétt vegna þess að ef við hendum mat í umhverfið brotnar það niður og gefur frá sér koltvísýring. Hér er úrgangur urðaður og það krefst mikils landsvæðis og leiðir sem mynda og losa gróðurhúsalofttegundir. Þegar úrgangur er urðaður myndast metan gas sem er 21 sinnum virkari gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð og því mikið verri. Því verðum við að fræða okkur um matarsóun og afleiðingar þess.